Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. janúar 2022 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leik Arsenal og Liverpool frestað (Staðfest)
Mynd: EPA
Búið er að fresta leik Arsenal og Liverpool í enska deildabikarnum. Leikurinn átti að fara fram á morgun og er um að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum keppninnar.

Leiknum er frestað þar sem margir eru smitaðir af covid hjá Liverpool og óskaði félagið um frestun. Æfingasvæði félagsins hefur verið lokað vegna ástandsins.

Fyrri leikurinn átti að fara fram á Emirates leikvanginum á morgun en leikið verður fyrst á Anfield á fimmtudag í næstu viku.

Fyrri leikurinn verður nú seinni leikurinn og fer fram fimmtudaginn 20. janúar á Emirates.
Athugasemdir
banner
banner