Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 05. febrúar 2023 12:55
Aksentije Milisic
Ten Hag um Sabitzer: Þurfum leikmann sem skilur leikinn
Sabitzer í leiknum í gær.
Sabitzer í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images

Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United í gær þegar liðið vann 2-1 sigur á Crystal Palace.


Man Utd var 2-0 yfir þegar Casemiro fékk að líta beint rautt spjald og stuttu síðar minnkaði Palace muninn.

Sabitzer kom inn á þegar gestirnir lágu á heimamönnum seint í leiknum en kappinn átti flotta innkomu.

Christian Eriksen verður frá í töluverðan tíma og þá er Scott McTominay einnig að glíma við meiðsli. Casemiro er kominn í þriggja leikja bann og því er ljóst að Sabitzer mun fá að spila töluvert á næstunni.

„Hann skilur fótbolta,” sagði Ten Hag.

„Við sáum það strax í byrjun á æfingum. Hann stóð sig mjög vel. Hann er rólegur á boltann og kann að verjast. Við þurfum svona leikmann sem skilur leikinn.”

Framundan hjá Man Utd eru tveir deildarleikir í röð gegn Leeds United


Athugasemdir
banner
banner
banner