Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 05. mars 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Ronaldinho sakaður um að vera með falskt vegabréf
Mynd: Getty Images
Fyrrum brasilíski fótboltamaðurinn Ronaldinho lenti í vandræðum í Paragvæ í gær en yfirvöld þar í landi höfðu afskipti af honum.

Hinn 39 ára gamli Ronaldinho er staddur í Paragvæ þar sem hann á að koma fram á góðgerðarskemmtun.

Ronaldinho er sakaður um að hafa mætt til Paragvæ með fölsk vegabréf ásamt bróður sínum.

Þeir eru sakaðir um að hafa mætt til Paragvæ með vegabréf sem sögðu þá vera þaðan en ekki frá Brasilíu.

Lögreglan í Paragvæ handtók ekki bræðurnar en þeir þurfa að mæta til yfirheyrslu vegna málsins í dag. Annar maður, sem tengist bræðrunum, var handtekinn en hann ku bera ábyrgð á fölsuðu vegabréfunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner