Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tryggvi Snær lánaður frá KR í Fram (Staðfest)
Tryggvi Snær mættur í treyju Fram.
Tryggvi Snær mættur í treyju Fram.
Mynd: Fram
Íslandsmeistarar KR hafa komist að samkomulagi við Fram, sem leikur í Lengjudeildinni, um lánssamning á Tryggva Snæ Geirssyni.

Tryggvi Snær, sem er uppalinn Framari til 13 ára aldurs, er fæddur árið 2000 og spilar sem miðjumaður.

Hann lék í fyrra með KV í 3. deild þar sem hann skoraði eitt mark í átta leikjum, en sumarið 2018 spilaði hann einn leik með KR í Pepsi deildinni.

„Framarar eru virkilega ánægðir að hafa fengið Tryggva aftur heim og gaman verður að sjá hann aftur í bláa búningnum," segir í tilkynningu frá Fram, sem hafnaði í sjöunda sæti næst efstu deildar á síðustu leiktíð.

Komnir:
Albert Hafsteinsson frá ÍA
Alexander Már Þorláksson frá KF
Aron Kári Aðalsteinsson frá Breiðabliki (Á láni)
Arnór Siggeirsson frá KV (var á láni)
Ólafur Íshólm Ólafsson frá Breiðabliki
Tryggvi Snær Geirsson frá KR (Á láni)
Tumi Guðjónsson frá Vængjum Júpiters
Þórir Guðjónsson frá Breiðabliki

Farnir:
Helgi Guðjónsson í Víking R.
Hlynur Örn Hlöðversson
Marcao
Stefán Ragnar Guðlaugsson
Tiago Fernandes

Sjá einnig:
Jón Sveins: Fram á að vera í efstu deild
Athugasemdir
banner
banner
banner