Grikkinn Ange Postecoglou er að taka við sem stjóri Tottenham. Frá þessu greinir Sky Sports.
Búið er að ná samkomulagi um helstu aðalatriðin en enn á eftir að staðfesta tíðindin. Ange hefur verið aðalskotmark Tottenham í smá tíma eftir að fyrstu kostir höfnuðu möguleikanum á að taka við.
Búið er að ná samkomulagi um helstu aðalatriðin en enn á eftir að staðfesta tíðindin. Ange hefur verið aðalskotmark Tottenham í smá tíma eftir að fyrstu kostir höfnuðu möguleikanum á að taka við.
Hann hefur stýrt Celtic í tvö ár; vann skosku deildina tvisvar, bikarinn einu sinni og deildabikarinn tvisvar. Á nýliðnu tímabili vann Celtic þrennuna.
Postecoglou er 57 ára. Hann er fæddur í Grikklandi en fór fimm ára til Ástralíu og lék fjóra leiki fyrir ástralska landsliðið á sínum leikmannaferli. Hann þjálfaði svo landsliðið á árunum 2013-2017. Áður en hann tók við Celtic hafði hann stýrt Yokohama í Japan, fjórum liðum í Ástralíu og einu í Grikklandi.
Tottenham hefur verið í stjóraleit í talsverðan tíma. Antonio Conte var látinn fara í vetur og var jafnvel vitað fyrir þá ákvörðun að skipt yrði um stjóra í sumar.
Arne Slot og Julian Nagelsmann voru á undan Postecoglou á óskalista Tottenham.
Athugasemdir