Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 12:51
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Milos „gæti ekki verið í heitara sæti" fyrir einvígið gegn Víkingi
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Getty Images
Mynd: Raggi Óla
Í dag klukkan 17 að íslenskum tíma verður fyrri viðureign Svíþjóðarmeistara Malmö og Íslandsmeistara Víkings í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Við stjórnvölinn hjá Malmö er Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings, en talsverð pressa hefur myndast á hann, sérstaklega eftir tap gegn Sundsvall, sem er meðal neðstu liða sænsku deildarinnar.

„Það verður ekki annað sagt en að hlutirnir reiki aðeins á reiðiskjálfi hjá Milosi þarna. Sænska pressan er ekkert sérstaklega ánægð með hann og hún er grjóthörð og mjög skoðanamyndandi. Það er mikið fjallað um þessa deild," segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardag.

„Það er aldrei gott þegar þjálfari segir 'ef þeir vilja ekki hafa mig þá bara reka þeir mig'. Það eru tólf umferðir búnar," segir Tómas og vitnaði í orð Milosar við sænska fjölmiðla eftir tapið gegn Sundsvall.

„Hann var að tala um að það væru bara sex mánuðir síðan þetta lið vann Allsvenskuna, sem hann vann náttúrulega ekki, og sex vikur síðan liðið varð bikarmeistari. Bikarinn í Svíþjóð er spilaður í byrjun tímabils og hann vann hann. Milos var að biðja um smá vægð en það er ekki til neitt sem heitir vægð í sænskum fótbolta, sérstaklega ekki hjá Malmö og Stokkhólmsliðunum."

Miðað við umfjöllun sænskra fjölmiðla fer Milos í einvígið gegn Víkingi í heitu sæti. Malmö er í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en það eru þó aðeins fjögur stig upp í efsta sætið.

„Það verður ekki heitara. Ég hreinskilni sagt hélt að hann yrði rekinn í gærkvöldi (föstudag), þeir eru ekki að spila vel og fjarlægðust Svíþjóðarmeistaratitilinn með þessu tapi í gær. Þeir eru að skora að meðaltali eitt mark í leik," segir Tómas.

„Malmö á alltaf að vinna Víking, sama þó þeir væru á botninum í Allsvenskunni. Víkingur hefur unnið átta leiki í röð og er á skriði á meðan Malmö er alls ekki á skriði. Það hefði ekki komið mér á óvart, og það tengist Milos ekkert heldur bara árangrinum og hvernig Malmö fúnkerar, að þeir hefðu látið einhvern aðstoðarþjálfara fara í þetta Evrópuverkefni."

„Ef ævintýrin gerast, sem ég er ekki að búast við enda Malmö miklu stærra fótboltalið, en ef við setjum risastórt 'ef' við að Víkingur nái draumaúrslitum eða Malmö bara slefar í gegnum einvígið þá gæti Milos hæglega verið rekinn."
Útvarpsþátturinn - Íslenski boltinn, Bjarki Már og DSJ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner