Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 05. september 2022 22:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Margt sem þið skiljið ekki, sem betur fer, en ég skil það alveg og það er nóg"
Óli Jó
Óli Jó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir að taka við Val?
Heimir að taka við Val?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum náttúrulega ekki með í fyrri hálfleik," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í viðtali eftir tap gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld. Tapið var fyrsta tap Vals undir stjórn Óla í þessari þjálfaratíð hans.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Það var mjög dýrt, við nánast vorum áhorfendur í leiknum þá. En mér fannst við vera fínir í seinni hálfleikinn og það er fúlt að tapa leiknum - fyrst við fórum með jafnt í hálfleik - því við vorum ekki síðri en Blikarnir í seinni hálfleik," saðgi Óli. En hvað orsakaði þessa frammistöðu í seinni hálfleik?

„Fyrst og fremst var það þannig að við vorum bara skíthræddir og miðjumennirnir duttu niður í varnarlínuna. Svo vorum við að setja langan bolta fram og þá var langt í næstu menn í að vinna seinni bolta. Það var nánast allt í fyrri hálfleik. Já, í fyrri hálfleik var erfit að eiga við Blikana en það var ekkert sérstaklega erfitt í seinni hálfleik. Við vorum allt í lagi í seinni hálfleik."

Valsmenn gerðu tvöfalda skiptingu eftir um klukkutíma leik. Orri Hrafn Kjartansson og Haukur Páll Sigurðsson fóru af velli. Skömmu áður hafði Orri fengið upplagt tækifæri til að ná skoti á mark Blika einn gegn Antoni Ara Einarssyni í marki Blika en móttakan klikkaði hjá Orra.

Aðspurður segir Óli að Orri hafi ekki verið tekinn af velli fyrir að klikka í því atriði. Einnig rétt á undan braut Haukur Páll af sér á gulu spjaldi. Var hann tekinn af velli þar sem hann var kominn á þetta klassíska appelsínugula spjald?

„Já, það gæti verið að það væri ekki fjarri lagi," viðurkenndi Óli. Hann var sýnilega mjög ósáttur í kjölfar þessarar tvöföldu skiptingar en illa gekk hjá fréttaritara að fá skýringar af hverju það var.

„Já, ég var ósáttur. Það er nú margt sem þið skiljið ekki, sem betur fer, en ég skil það alveg og það er nóg."

Hvernig meturu möguleikann á Evrópusæti?

„Já, algjörlega. Það er möguleiki. Svo framarlega sem við verðum í lagi þá er það möguleiki."

í lok viðtals var Óli spurður hvort að umræðan um að Heimir Hallgrímsson taki við Val eftir tímabilið trufli sig eitthvað. Svar Ólafs var einfalt: „Nei."
Athugasemdir