Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   lau 05. október 2024 17:53
Halldór Gauti Tryggvason
Guðni: Sáttur við tímabilið
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Við töpum leiknum 3-0 og þá töpum við honum sanngjarnt. Fyrri hálfleikurinn fannst mér dapur af hálfu FH að ýmsu leyti. Þróttararnir bara sterkari en við,“  sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir tap gegn Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Þróttur R.

„Mér fannst við koma nokkuð öflugar inn í seinni hálfleik, lokuðum betur á þær og náðum að ógna þeim að einhverju leyti meira en að sama skapi vorum við ekki nógu beittar fyrir framan mark andstæðingsins.“

 „Þegar að Þróttur skorar þriðja markið er það game over, við hefðum þurft að skora til að koma okkur almennilega inn í leikinn.“

FH endar tímabilið í 6. sætinu. „Ég er sáttur við tímabilið. Það er algjörlega á pari við það sem við settum og lögðum upp með. Við vorum nýliðar í fyrra og það er bara þannig að þegar maður fer inn í ár tvö, það er tricky ár. Markmiðið var að festa sig í sessi í deildinni og helst að vera í top 6 þegar að skiptingu kæmi og við gerðum það.”

Guðni var einnig spurður út í næsta tímabil og hvort að hann væri byrjaður að hugsa út í það. „Öll þessi úrslitakeppni hefur farið í það að hugsa framtíðina og hvernig við ætlum að mæta til leiks að ári. Það er ljóst að við erum í tröppugangi og við ætlum ekki að stoppa í tröppunni. Við tókum gott skref með því að fara upp um deild og tókum gott skref með því að stabílisera okkur og nú er það að taka næsta skref og það er að gera meira en að vera miðlungslið í deildinni.”

Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.



Athugasemdir
banner
banner