Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
banner
   lau 05. október 2024 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Jesús kristur maður, þriðja sæti á fyrsta ári, þú ert örugglega þreyttur á því að heyra mig segja þetta en ég er svo f... stoltur af liðinu," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, sem stoppaði sjálfan sig frá því að blóta í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur Víkings gegn Þór/KA í lokaumferðinni í Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Víkingur R.

„Við fengum 3-4 stigum minna en við vildum en miðað við væntingarnar okkar á undirbúningstímabilinu erum við þremur stigum á undan spánni okkar. Okkur dreymdi aldrei um að ná þriðja sæti. Ég vil þakka leikmönnunum, starfsliðinu og stjórninni. Félagið er svo vel rekið að það er svo auðvelt að mæta og vinna vinnuna sína."

Freyja Stefánsdóttir skoraði sigurmarkið með laglegu skoti fyrir utan vítateiginn.

„Við höfum verið að reyna bæta þessu við leikinn okkar því við erum með svo mikinn hraða framávið. Við höfum ekki nýtt það en í dag settum við mikla pressu og létum Þór/KA snúa sér við á sitt eigið mark. Ég skal segja þér það að ég er 46 ára og ég myndi ekki vilja elta Freyju," sagði John léttur í bragði.

Víkingar ætla skemmta sér á Akureyri í kvöld eftir frábært tímabil.

„Ég vona að allir í Fossvogi verði með alvöru partý," sagði John og snéri sér að myndavélinni. „Vonandi munið þið skemmta ykkur vel líka," sagði John í myndavélina.

„Það eiga það allir skilið miðað við hvernig þetta tímabil fór, þetta er draumur," sagði John sem sagði að hann verði áfram þjálfari Víkings svo farmarlega sem allir aðrir vilja hafa hann.


Athugasemdir
banner