Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
banner
   lau 05. október 2024 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Jesús kristur maður, þriðja sæti á fyrsta ári, þú ert örugglega þreyttur á því að heyra mig segja þetta en ég er svo f... stoltur af liðinu," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, sem stoppaði sjálfan sig frá því að blóta í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur Víkings gegn Þór/KA í lokaumferðinni í Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Víkingur R.

„Við fengum 3-4 stigum minna en við vildum en miðað við væntingarnar okkar á undirbúningstímabilinu erum við þremur stigum á undan spánni okkar. Okkur dreymdi aldrei um að ná þriðja sæti. Ég vil þakka leikmönnunum, starfsliðinu og stjórninni. Félagið er svo vel rekið að það er svo auðvelt að mæta og vinna vinnuna sína."

Freyja Stefánsdóttir skoraði sigurmarkið með laglegu skoti fyrir utan vítateiginn.

„Við höfum verið að reyna bæta þessu við leikinn okkar því við erum með svo mikinn hraða framávið. Við höfum ekki nýtt það en í dag settum við mikla pressu og létum Þór/KA snúa sér við á sitt eigið mark. Ég skal segja þér það að ég er 46 ára og ég myndi ekki vilja elta Freyju," sagði John léttur í bragði.

Víkingar ætla skemmta sér á Akureyri í kvöld eftir frábært tímabil.

„Ég vona að allir í Fossvogi verði með alvöru partý," sagði John og snéri sér að myndavélinni. „Vonandi munið þið skemmta ykkur vel líka," sagði John í myndavélina.

„Það eiga það allir skilið miðað við hvernig þetta tímabil fór, þetta er draumur," sagði John sem sagði að hann verði áfram þjálfari Víkings svo farmarlega sem allir aðrir vilja hafa hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner