Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 05. október 2024 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Jesús kristur maður, þriðja sæti á fyrsta ári, þú ert örugglega þreyttur á því að heyra mig segja þetta en ég er svo f... stoltur af liðinu," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, sem stoppaði sjálfan sig frá því að blóta í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur Víkings gegn Þór/KA í lokaumferðinni í Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Víkingur R.

„Við fengum 3-4 stigum minna en við vildum en miðað við væntingarnar okkar á undirbúningstímabilinu erum við þremur stigum á undan spánni okkar. Okkur dreymdi aldrei um að ná þriðja sæti. Ég vil þakka leikmönnunum, starfsliðinu og stjórninni. Félagið er svo vel rekið að það er svo auðvelt að mæta og vinna vinnuna sína."

Freyja Stefánsdóttir skoraði sigurmarkið með laglegu skoti fyrir utan vítateiginn.

„Við höfum verið að reyna bæta þessu við leikinn okkar því við erum með svo mikinn hraða framávið. Við höfum ekki nýtt það en í dag settum við mikla pressu og létum Þór/KA snúa sér við á sitt eigið mark. Ég skal segja þér það að ég er 46 ára og ég myndi ekki vilja elta Freyju," sagði John léttur í bragði.

Víkingar ætla skemmta sér á Akureyri í kvöld eftir frábært tímabil.

„Ég vona að allir í Fossvogi verði með alvöru partý," sagði John og snéri sér að myndavélinni. „Vonandi munið þið skemmta ykkur vel líka," sagði John í myndavélina.

„Það eiga það allir skilið miðað við hvernig þetta tímabil fór, þetta er draumur," sagði John sem sagði að hann verði áfram þjálfari Víkings svo farmarlega sem allir aðrir vilja hafa hann.


Athugasemdir
banner