Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 05. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Van Dijk: Enginn ánægður að fá mörk á sig
Mynd: EPA
Virgil van Dijk lék allan leikinn er Liverpool lagði Everton að velli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Tómas Þór Þórðarson var á leiknum fyrir hönd Símans og tók viðtal við hollenska varnartröllið.

„Það var gott hjá leikmönnum að nýta tækifærið í byrjunarliðinu því við róteruðum byrjunarliðinu mikið á milli leikja. Leikmenn sem hafa ekki verið að spila komu inn og stóðu sig með prýði," sagði Van Dijk.

„Við sýndum í dag að það eru mikil gæði í leikmönnum eins og Divock (Origi), Adam (Lallana) og Shaqiri sem er ekki búinn að spila í smá tíma. Við þurfum að nota alla liðtæka menn því þetta er langt tímabil og það er svo mikið af leikjum eftir."

Tómas Þór spurði Van Dijk að lokum hvort hann væri ekki ósáttur með að fá tvö mörk á sig þrátt fyrir sigur.

„Enginn er ánægður með að fá mörk á sig en ég er ekki að pæla í því. Við unnum 5-2 og það er það eina sem skiptir máli."


Athugasemdir
banner
banner