Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 06. febrúar 2020 00:11
Sverrir Örn Einarsson
Maggi: Ég stofnaði þetta mót
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Magnús Már þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta virtist engan endi ætla að taka. Ég man að Liverpool vann Middlesbrough 14-13 í enska deildarbikarnum 2014 og mamma var á vellinum og fylgdist með því en ég hef ekki séð eitthvað svona áður þetta var rosalegt. Og líklega fer þetta í einhverjar metabækur allavega á Íslandi“
Sagði Magnús Már þjálfari Aftureldingar um maraþon vítaspyrnukeppni en 19 umferðir þurfti til að fá sigurvegara í úrslitaleik Aftureldingar og Keflavíkur í B-deild Fótbolta.net mótsins.

Vegna Þétt bókaðrar dagskrár Reykjaneshallarinnar var leikhlé með styttra móti eða aðeins 5 mínútur. Liðin kipptu sér þó lítið upp við það og héldu uppi nokkuð háu tempói allar 90 mínútur leiksins.

„Strákarnir eru að æfa vel og eiga eftir að bæta bara meira í á næstu vikum. Þetta eru ungir og sprækir strákar og þetta var flottur leikur í dag.“

Maggi er eins og flestir lesendur Fótbolta.net vita ekki aðeins þjálfari Aftureldingar heldur einnig ristjóri og einn af eigendum Fótbolta.net.
Mun staða hans hjá Aftureldingu hafa áfhrif á ristjórnarstefnu Fótbolta.net á komandi sumri?

„Ég mun bara sleppa því að fjalla um fyrstu deildinna og þá eru allir góðir. En það er mjög gaman að vinna loksins Fótbolta.net mótið sjálfur. Ég hef spilað í því og þjálfað í því. Ég stofnaði þetta mót árið 2011 og kominn tími á að ég fái að vinna bikarinn.“

Sagði Maggi en allt viðtalið við hann má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner