Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 06. mars 2021 17:11
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: KA slátraði Aftureldingu - FH fór létt með Þór
Brynjar Ingi skoraði tvennu
Brynjar Ingi skoraði tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vuk Óskar í leik með Leikni í fyrra
Vuk Óskar í leik með Leikni í fyrra
Mynd: Haukur Gunnarsson
Afturelding fékk KA í heimsókn á Fagverksvöllinn í Varmá í dag og um mjög ójafna viðureign var að ræða.

Gestirnir frá Akureyri skoruðu sjö mörk gegn einu marki Aftureldingar en staðan í hálfleik var 0-2 gestunum í vil.

KA er nú með níu stig eftir fjóra leiki en Afturelding er með þrjú stig.

Í riðli númer tvö mættust FH og Þór í Skessunni. Þeir hvítlæddu áttu ekki í neinum vandræðum með gestina frá Akureyri og unnu sannfærandi 4-0 sigur.

Staðan í hálfleik var 2-0 og bættu FH-ingar við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum. FH er með sjö stig eftir fjóra leiki en Þórsarar sitja á botninum stigalausir.

Afturelding 1-7 KA
0-1 Brynjar Ingi Bjarnason
0-2 Jonathan Hendrickx
0-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson, víti
0-4 Daníel Hafsteinsson
0-5 Daníel Hafsteinsson
1-5 Valgeir Árni Svansson, víti
1-6 Brynjar Ingi Bjarnason
1-7 Steinþór Freyr Þorsteinsson

FH 4-0 Þór
1-0 Einar Örn Harðarson
2-0 Matthías Vilhjálmsson
3-0 Þórir Jóhann Helgason
4-0 Vuk Óskar Dimitrevic

Markaskorarar sendist á [email protected]
Athugasemdir
banner
banner
banner