Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   sun 06. apríl 2025 22:12
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Rúnar Már skorar í kvöld.
Rúnar Már skorar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum bara sáttir. Þetta var nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við og við lögðum upp með. Við vissum að þetta yrði 50-50 og myndi geta dottið báðum megin þannig að við erum gríðarlega sáttir með að ná í þrjú stig og að halda hreinu í dag.“ Sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrirliði ÍA um leikinn eftir 1-0 útisigur ÍA á Fram í Úlfarsárdal fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 ÍA

Rúnar Már var sannkallaður örlagavaldur í dag en það eina sem skildi liðin að í dag var glæsimark hans úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Þar sneri Rúnar boltanum yfir varnarvegg Fram og söng boltinn í samkeytunum í marki Fram. Vissi Rúnar um leið og hann hitti boltann að þetta yrði mark?

„Það er yfirleitt þannig þegar þú hittir hann vel að þú finnur það um leið. Það voru einhverjir sem sögðu að vindurinn hefði tekið hann eitthvað en ég er ekki sammála því. Ég náði að hitta hann vel þannig að það var gaÁman að sjá hann í markinu.“

Rúnar Már er á sínu öðru tímabili með ÍA og er nú orðin fyrirliði liðsins. Meiðsli voru að plaga hann í fyrra en hann virðist vera á talsvert betra róli í dag og hafði um eigið líkamlegt stand að segja.

„Á þessum tíma í fyrra var ég að koma til baka eftir aðgerð og meiðist svo aftur í lok síðasta tímabils og fer aftur í aðgerð. Ég va að koma til baka núna í febrúar og er búinn að taka allar æfingar síðan. Þannig að ég er mun fyrr kominn í gott stand núna heldur en í fyrra og búinn að ná að spila fullt af leikjum á undirbúningstímabilinu. Það er svo bara stígandi í þessu, ég var ekkert viss um að ég gæti klárað í dag en það gekk vel og það er langt í næsta leik og ég verð klár þá. “

Sagði Rúnar Már en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner