Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   sun 06. apríl 2025 22:12
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Rúnar Már skorar í kvöld.
Rúnar Már skorar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum bara sáttir. Þetta var nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við og við lögðum upp með. Við vissum að þetta yrði 50-50 og myndi geta dottið báðum megin þannig að við erum gríðarlega sáttir með að ná í þrjú stig og að halda hreinu í dag.“ Sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrirliði ÍA um leikinn eftir 1-0 útisigur ÍA á Fram í Úlfarsárdal fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 ÍA

Rúnar Már var sannkallaður örlagavaldur í dag en það eina sem skildi liðin að í dag var glæsimark hans úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Þar sneri Rúnar boltanum yfir varnarvegg Fram og söng boltinn í samkeytunum í marki Fram. Vissi Rúnar um leið og hann hitti boltann að þetta yrði mark?

„Það er yfirleitt þannig þegar þú hittir hann vel að þú finnur það um leið. Það voru einhverjir sem sögðu að vindurinn hefði tekið hann eitthvað en ég er ekki sammála því. Ég náði að hitta hann vel þannig að það var gaÁman að sjá hann í markinu.“

Rúnar Már er á sínu öðru tímabili með ÍA og er nú orðin fyrirliði liðsins. Meiðsli voru að plaga hann í fyrra en hann virðist vera á talsvert betra róli í dag og hafði um eigið líkamlegt stand að segja.

„Á þessum tíma í fyrra var ég að koma til baka eftir aðgerð og meiðist svo aftur í lok síðasta tímabils og fer aftur í aðgerð. Ég va að koma til baka núna í febrúar og er búinn að taka allar æfingar síðan. Þannig að ég er mun fyrr kominn í gott stand núna heldur en í fyrra og búinn að ná að spila fullt af leikjum á undirbúningstímabilinu. Það er svo bara stígandi í þessu, ég var ekkert viss um að ég gæti klárað í dag en það gekk vel og það er langt í næsta leik og ég verð klár þá. “

Sagði Rúnar Már en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner