Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
   sun 06. apríl 2025 22:12
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Rúnar Már skorar í kvöld.
Rúnar Már skorar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum bara sáttir. Þetta var nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við og við lögðum upp með. Við vissum að þetta yrði 50-50 og myndi geta dottið báðum megin þannig að við erum gríðarlega sáttir með að ná í þrjú stig og að halda hreinu í dag.“ Sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrirliði ÍA um leikinn eftir 1-0 útisigur ÍA á Fram í Úlfarsárdal fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 ÍA

Rúnar Már var sannkallaður örlagavaldur í dag en það eina sem skildi liðin að í dag var glæsimark hans úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Þar sneri Rúnar boltanum yfir varnarvegg Fram og söng boltinn í samkeytunum í marki Fram. Vissi Rúnar um leið og hann hitti boltann að þetta yrði mark?

„Það er yfirleitt þannig þegar þú hittir hann vel að þú finnur það um leið. Það voru einhverjir sem sögðu að vindurinn hefði tekið hann eitthvað en ég er ekki sammála því. Ég náði að hitta hann vel þannig að það var gaÁman að sjá hann í markinu.“

Rúnar Már er á sínu öðru tímabili með ÍA og er nú orðin fyrirliði liðsins. Meiðsli voru að plaga hann í fyrra en hann virðist vera á talsvert betra róli í dag og hafði um eigið líkamlegt stand að segja.

„Á þessum tíma í fyrra var ég að koma til baka eftir aðgerð og meiðist svo aftur í lok síðasta tímabils og fer aftur í aðgerð. Ég va að koma til baka núna í febrúar og er búinn að taka allar æfingar síðan. Þannig að ég er mun fyrr kominn í gott stand núna heldur en í fyrra og búinn að ná að spila fullt af leikjum á undirbúningstímabilinu. Það er svo bara stígandi í þessu, ég var ekkert viss um að ég gæti klárað í dag en það gekk vel og það er langt í næsta leik og ég verð klár þá. “

Sagði Rúnar Már en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner