Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 06. júní 2022 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu markið: Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega
Markinu fagnað!
Markinu fagnað!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland var ekki lengi að jafna metin í seinni hálfleik gegn Albaníu.

Einungis þrjár mínútur voru liðnar af hálfleiknum þegar Jón Dagur Þorsteinsson var búinn að koma boltanum í net gestanna á Laugardalsvelli.

Markið skoraði Jón Dagur eftir laglega sókn íslenska liðsins. Boltinn barst til Jóns Dags eftir sprett frá Arnóri Sigurðssyni og klafs í kringum Andra Lucas Guðjohnsen. Í kjölfarið kláraði Jón með góðu skoti.

„ÞARNA ERUM VIÐ!!!!!!! Við vinnum boltann hægra megin og keyrum í átt að teignum og Andri Lucas fær boltann inn á teignum og eftir klafs í teig Albana dettur boltinn fyrir fætur Jón Dags sem setur boltann í netið. FRÁBÆR BYRJUN Á SEINNI HÁLFLEIKNUM!" skrifaði Anton Freyr Jónsson í textalýsingu.

Smelltu hér til að sjá markið!

Markið var þriðja mark Jóns Dags fyrir A-landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner