Keflavíkurkonur tóku á móti Eyjakonum í kvöld á HS Orkuvellinum í Keflavík þegar flautað var til leiks í 7.umferð Bestu deild kvenna.
Bæði lið hafa sigið niður í neðri hluta töflunnar og mátti því búast við miklum baráttuleik milli liðana.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 0 ÍBV
„Ég held að við gerðum meira en nóg til að sækja þrjú stig hér í dag. Við stýrðum leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar en við vorum í vandræðum með síðustu sendinguna eða loka skotið til að sækja markið en mér fannst við heilt yfir stýra leiknum og náðum að halda hreinu." Sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur eftir leikinn.
„Ég held að eftir síðasta leik þá var leikurinn í dag stór þáttur í að komast aftur á rétt skrið og halda hreinu og mér fannst við gera það og er mjög ánægður með það en eins og ég sagði þá fannst mér við gera meira en nóg í þeim skilningi að stýra jafnvæginu í leiknum og sækja þrjú stig svo ég er smá svekktur með það."
Jonathan Glenn var umdeilanlega látinn fara eftir síðasta tímabil frá ÍBV og var að mæta þeim í fyrsta skipti í kvöld frá því að hafa stýrt þeim á síðasta tímabili en vildi þó ekki meina að hann hafi haft meiri hvatningu fyrir þennan leik frekar en annan.
„Nei ég held að það sem gerðist var mjög óheppilegt en í dag þá undirbjuggum við okkur alveg eins og fyrir alla aðra leiki. Við vildum mæta þeim og vinna bara eins og með alla aðra leiki."
Nánar rætt við Jonathan Glenn í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |