De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   þri 06. júní 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nottingham Forest hefur viðræður við Man Utd
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest hefur hafið viðræður við Manchester United um kaup á markverðinum Dean Henderson.

Þetta kemur fram á Sky Sports í dag.

Það hefur verið talað um að Forest sé tilbúið að borga allt að 30 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla Henderson. Það er talið ólíklegt að Henderson eigi framtíð hjá Man Utd.

Henderson var á láni hjá Forest á nýafstöðnu tímabili en var nánast ekkert með seinni hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Það er þó spurning hver verður aðalmarkvörður hjá United á næstu leiktíð en David de Gea, sem hefur verið í þeirri stöðu frá 2011, er að verða samningslaus. Félagið er í viðræðum um að endursemja við hann en það er ekkert staðfest í þeim efnum enn sem komið er.

Þó virðist Henderson ekki vera inn í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra Man Utd, og er líklegt að hann verði áfram hjá Forest á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner