Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Bí/Bolungarvíkur var eðlilega mjög svekktur eftir leik sinna manna gegn Haukum, þar sem Haukarnir skoruðu sigurmarkið á 93. mínútu.
,,Við lögðum upp með að fara varfærnislega inn í leikinn en þeir náðu að skora á okkur tiltölulega snemma og við það riðlaðist okkar skipulag aðeins. Svo missum við mann af velli var ennþá meira högg fyrir okkur. Við náðum að hanga á því að vera einu marki undir í hálfleik og fórum svo vel yfir stöðuna í leikhléi.
Við komum virkilega sterkir inn í seinni hálfleikinn og uppskerum þrjú mörk og reyndum að hanga á því en því miður tókst það ekki og það er gríðarlega svekkjandi," sagði Jörundur.
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan en þar meðal annars lýsir hann sinni skoðun á rauða spjaldinu sem Nigel Quashie fékk.
Athugasemdir