Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   sun 06. júlí 2025 20:05
Alexander Tonini
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Hallgrímur Mar í Laugardalnum í dag.
Hallgrímur Mar í Laugardalnum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er geggjuð, það er ekkert skemmtilegra en að vinna svona leiki þar sem þú þarft að hafa fyrir hlutunum og berjast fyrir stigunum. Geggjuð liðsframmistaða, eiginlega bara upp á 10. Allir að berjast og hlaupa fyrir hvorn annan, vel skipulagðir og vel sett upp hjá þjálfurunum líka. Þetta var nánast fullkomið"

Hallgrímur Mar Steingrímsson eða Grímsi eins og hann er kallaður átti stórkostlegan leik. Hann skoraði bæði mörk KA manna í leiknum og hefði hæglega geta skorað þrennu þegar hann fékk dauðfæri undir lok fyrri hálfleiks.

„Ég sá hann fyrst inni, en svo fann ég að um leið og ég skaut að ég hitti hann þá var aðeins of mikill snúningur á honum og hann var alltaf að fara að sveigja framhjá. En maður bætti upp fyrir það í seinni hálfleik sem betur fer.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 KA

Jakob Snær Árnason fékk einnig dauðafæri rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar fyrirgjöf Hrannars Björns Steingrímssonar fann höfuðið á honum fullkomlega á milli tveggja varnarmanna KRinga. En því miður fyrir KA þá brást honum bogalistinn

„Við vissum að KR er meira með boltann, það erfitt að spila á móti þeim, þeir halda vel í boltann. Við vissum að við myndum fá okkar sénsa og við fengum þá í fyrri hálfleik. Við fengum fleiri sénsa en þeir þau svo að þeir hafi verið meira með boltann"

En hvernig er svo tilfinningin að vera búinn að þrefalda markaskorunina í einum leik?

„Það er nú óþarfi að vera að minnast á þetta, en það er bara gott. Vonandi er stíflan brostinn sem ég er búinn að vera að glíma við"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner