Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 06. ágúst 2015 21:54
Alexander Freyr Tamimi
Óli Brynjólfs: Týpískt leiðindamark
Kvenaboltinn
Ólafur var ánægður með spilamennskuna.
Ólafur var ánægður með spilamennskuna.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir 4-0 tap sinna stúlkna gegn Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Hann var hins vegar mjög ánægður með spilamennsku sinna stúlkna og telur að sigurinn hafi kannski verið helst til of stór.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  4 Stjarnan

„Núna horfi ég ekki á úrslitin sem slík, ég horfði á hvernig liðið mitt spilaði og mér fannst við spila mjög vel. Stjarnan er með mjög gott lið og mikið af gæðum í liðinu sem klára færi, sem við gerðum ekki. En mér fannst við spila vel í heildina," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Valsstúlkur fengu dauðafæri til að jafna í stöðunni 1-0 en þess í stað tvöfaldaði Stjarnan forystuna í næstu sókn, rétt fyrir leikhlé. Ólafur viðurkennir að það hafi verið hálfgerður vendipunktur.

„Það er eiginlega bara munurinn, gæðalega séð fram á við, Stjarnan klárar, við gerum það ekki. En við héldum fókus og héldum skipulagi og skipulagið gekk mjög vel í dag. Við vorum frá 1. til 90. mínútu ansi góðar og sköpuðum dauðafæri. Fyrsta markið gerist þannig að okkar maður rennur, týpískt leiðindamark, en heilt yfir er ég mjög ánægður."
Athugasemdir
banner
banner