Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir 4-0 tap sinna stúlkna gegn Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Hann var hins vegar mjög ánægður með spilamennsku sinna stúlkna og telur að sigurinn hafi kannski verið helst til of stór.
Hann var hins vegar mjög ánægður með spilamennsku sinna stúlkna og telur að sigurinn hafi kannski verið helst til of stór.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 4 Stjarnan
„Núna horfi ég ekki á úrslitin sem slík, ég horfði á hvernig liðið mitt spilaði og mér fannst við spila mjög vel. Stjarnan er með mjög gott lið og mikið af gæðum í liðinu sem klára færi, sem við gerðum ekki. En mér fannst við spila vel í heildina," sagði Ólafur við Fótbolta.net.
Valsstúlkur fengu dauðafæri til að jafna í stöðunni 1-0 en þess í stað tvöfaldaði Stjarnan forystuna í næstu sókn, rétt fyrir leikhlé. Ólafur viðurkennir að það hafi verið hálfgerður vendipunktur.
„Það er eiginlega bara munurinn, gæðalega séð fram á við, Stjarnan klárar, við gerum það ekki. En við héldum fókus og héldum skipulagi og skipulagið gekk mjög vel í dag. Við vorum frá 1. til 90. mínútu ansi góðar og sköpuðum dauðafæri. Fyrsta markið gerist þannig að okkar maður rennur, týpískt leiðindamark, en heilt yfir er ég mjög ánægður."
Athugasemdir
























