Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 06. ágúst 2020 14:07
Magnús Már Einarsson
David Silva sagður hafa náð samkomulagi við Lazio
Lazio er búið að ná samningum við David Silva samkvæmt frétt Il Corriere dello Sport á Ítalíu.

Hinn 34 ára gamli Silva er á förum frá Manchester City eftir að hafa unnið ellefu titla með liðinu á tíu árum.

Spánverjinn klárar Meistaradeildina með City á næstunni áður en hann mun róa á önnur mið.

Samningaviðræður Lazio og Silva gengu illa í byrjun en nú eru jákvæðari teikn á lofti.

Talið er að Silva muni tilkynna um ákvörðun sína á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner