Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 06. ágúst 2022 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar Heiðar: Held að allir séu sammála um að fótboltinn vann ekki í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þú varst á leiknum líka. Ég held að allir séu sammála um það, meira að segja Þórsararnir líka, að fótboltinn vann ekki í dag. Við spiluðum fantavel, vorum að koma okkur í mjög góð færi, finnst eins og þetta hafi verið 10-15 dauðafæri. Það er bjargað tvisvar-þrisvar á línu hérna og ég veit ekki hvað og hvað. Ég held að við hefðum ekki einu sinni skorað þó að við hefðum haldið áfram að spila tvo klukkutíma í viðbót. Sem er mjög leiðinlegt," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra, eftir tap gegn Þór á útivelli í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Vestri

„Ég veit ekki hvort það var 10 sm grasið eða hvað það var sem gerir það að verkum að við gátum ekki troðið tuðrunni inn."

Vestri hafði unnið tvo leiki fyrir leikinn í dag. Ertu ánægður með þróunina á liðinu í síðustu leikjum?

„Mjög, virkilega. Við höfum sleppt inn fáum mörkum sem var að bögga okkur í byrjun. Við erum með það mikil gæði finnst mér í liðinu að við eigum alltaf að geta komið okkur í færi - það þarf bara að nýta þau sem við gerðum ekki í dag."

„Mér líður mjög vel núna, erum komnir á einhvern stað með liðið sem mér líður mjög vel með. Ég er búinn að setja smá fingrafar á þetta núna og ég held að allir séu að róa í sömu átt með þetta núna. Við lítum vel út en það þarf ekki alltaf að lúkka vel sko, þú þarft að ná í þessi stig sem eru í boði og við gerðum það ekki í dag. Því miður er það þannig en það er bara áfram gakk í þessu."


Gunnar kom nánar inn á færanýtinguna í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann var einnig spurður út í framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner