Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   lau 06. ágúst 2022 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar Heiðar: Held að allir séu sammála um að fótboltinn vann ekki í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þú varst á leiknum líka. Ég held að allir séu sammála um það, meira að segja Þórsararnir líka, að fótboltinn vann ekki í dag. Við spiluðum fantavel, vorum að koma okkur í mjög góð færi, finnst eins og þetta hafi verið 10-15 dauðafæri. Það er bjargað tvisvar-þrisvar á línu hérna og ég veit ekki hvað og hvað. Ég held að við hefðum ekki einu sinni skorað þó að við hefðum haldið áfram að spila tvo klukkutíma í viðbót. Sem er mjög leiðinlegt," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra, eftir tap gegn Þór á útivelli í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Vestri

„Ég veit ekki hvort það var 10 sm grasið eða hvað það var sem gerir það að verkum að við gátum ekki troðið tuðrunni inn."

Vestri hafði unnið tvo leiki fyrir leikinn í dag. Ertu ánægður með þróunina á liðinu í síðustu leikjum?

„Mjög, virkilega. Við höfum sleppt inn fáum mörkum sem var að bögga okkur í byrjun. Við erum með það mikil gæði finnst mér í liðinu að við eigum alltaf að geta komið okkur í færi - það þarf bara að nýta þau sem við gerðum ekki í dag."

„Mér líður mjög vel núna, erum komnir á einhvern stað með liðið sem mér líður mjög vel með. Ég er búinn að setja smá fingrafar á þetta núna og ég held að allir séu að róa í sömu átt með þetta núna. Við lítum vel út en það þarf ekki alltaf að lúkka vel sko, þú þarft að ná í þessi stig sem eru í boði og við gerðum það ekki í dag. Því miður er það þannig en það er bara áfram gakk í þessu."


Gunnar kom nánar inn á færanýtinguna í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann var einnig spurður út í framhaldið.
Athugasemdir
banner