Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 06. ágúst 2022 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar Heiðar: Held að allir séu sammála um að fótboltinn vann ekki í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þú varst á leiknum líka. Ég held að allir séu sammála um það, meira að segja Þórsararnir líka, að fótboltinn vann ekki í dag. Við spiluðum fantavel, vorum að koma okkur í mjög góð færi, finnst eins og þetta hafi verið 10-15 dauðafæri. Það er bjargað tvisvar-þrisvar á línu hérna og ég veit ekki hvað og hvað. Ég held að við hefðum ekki einu sinni skorað þó að við hefðum haldið áfram að spila tvo klukkutíma í viðbót. Sem er mjög leiðinlegt," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra, eftir tap gegn Þór á útivelli í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Vestri

„Ég veit ekki hvort það var 10 sm grasið eða hvað það var sem gerir það að verkum að við gátum ekki troðið tuðrunni inn."

Vestri hafði unnið tvo leiki fyrir leikinn í dag. Ertu ánægður með þróunina á liðinu í síðustu leikjum?

„Mjög, virkilega. Við höfum sleppt inn fáum mörkum sem var að bögga okkur í byrjun. Við erum með það mikil gæði finnst mér í liðinu að við eigum alltaf að geta komið okkur í færi - það þarf bara að nýta þau sem við gerðum ekki í dag."

„Mér líður mjög vel núna, erum komnir á einhvern stað með liðið sem mér líður mjög vel með. Ég er búinn að setja smá fingrafar á þetta núna og ég held að allir séu að róa í sömu átt með þetta núna. Við lítum vel út en það þarf ekki alltaf að lúkka vel sko, þú þarft að ná í þessi stig sem eru í boði og við gerðum það ekki í dag. Því miður er það þannig en það er bara áfram gakk í þessu."


Gunnar kom nánar inn á færanýtinguna í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann var einnig spurður út í framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner