Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 06. ágúst 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brighton setur sig í samband við Hummels
Mynd: EPA
Enska félagið Brighton hefur sett sig í samband við þýska reynsluboltann Mats Hummels. Það er Sky í Þýskalandi sem greinir frá. Þar segir einnig að West Ham gæti blandað sér með í baráttuna um Þjóðverjann.

Varnarmaðurinn varð samningslaus í sumar þegar samningur hans við Dortmund rann út.

Hummels er 35 ára og á að baki 78 landsleiki fyrir Þýskaland. Hann var í hópnum árið 2014 þegar Þýskaland vann HM. Hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í 8-liða úrslitum á því móti.

Brighton er í leit að miðverði og skoða hvaða úrval er í boði. Hummels hefur einnig verið orðaður við Bologna, AC Milan, Juventus, Leverkusen, Mallorca og Roma í sumar.
Athugasemdir
banner
banner