Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 09:28
Elvar Geir Magnússon
Katla kynnt hjá Fiorentina (Staðfest)
Kvenaboltinn
Katla í treyju Fiorentina.
Katla í treyju Fiorentina.
Mynd: Fiorentina
Landsliðskonan Katla Tryggvadóttir hefur samið við ítalska félagið Fiorentina og var kynnt í morgun.

Katla, sem er tiltölulega nýorðin tvítug, hefur spilað frábærlega með Kristianstad í Svíþjóð undanfarin misseri eftir að hafa áður leikið með Þrótti Reykjavík við góðan orðstír.

Fyrr í þessum mánuði spilaði hún á sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu.

Alexandra Jóhannsdóttir, liðsfélagi Kötlu hjá Kristianstad, er fyrrum leikmaður Fiorentina sem endaði í fjórða sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Athugasemdir
banner
banner