Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. september 2019 10:46
Magnús Már Einarsson
Hamren gæti kallað inn mann úr U21
Ísland-Moldavía á morgun klukkan 16:00
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, segir mögulegt að leikmaður verði kallaður úr U21 landsliðinu í hópinn fyrir leikinn gegn Albaníu á þriðjudag.

Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, varð að draga sig úr landsliðshópnum í vikunni vegna meiðsla og þá fækkaði kantmönnum í hópnum.

„Við erum með möguleika í hópnum fyrir þennan leik. Þess vegna höfum við ekki kallað inn mann," sagði Hamren á fréttamannafundi í dag aðspurður út í kantstöðurnar.

„Ef við þurfum mann fyrir næsta leik þá erum við með mögulega leikmenn í U21 liðinu sem er að spila í dag. Við höfum næga möguleika í hópnum fyrir þennan leik gegn Moldavíu."

U21 landsliðið mætir Lúxemborg á Víkingsvelli klukkan 17:00 í dag í fyrsta leiknum í undankeppni EM.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn við Moldavíu
Smelltu hér til að kaupa haustmiða á alla leikina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner