Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 06. september 2019 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Heimir Guðjóns: Hef ekki tekið neina ákvörðun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson hefur verið orðaður við ýmis þjálfarastörf á Íslandi eftir næstum tvö ár við stjórnvölinn hjá HB Þórshöfn í Færeyjum.

Heimir, sem gerði FH að Íslandsmeisturum fimm sinnum, vann færeysku deildina í fyrra og er sagður vera eftirsóttur hér á landi.

Heimir er staddur á Íslandi í stuttu helgarfríi og náði RÚV tali af honum.

„Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um framhaldið og allar þessar sögusagnir sem hafa verið hér heima eiga ekki við rök að styðjast," sagði Heimir.

„Mótið í Færeyjum klárast ekki fyrr en 21. október og er ég að einbeita mér að því. Þegar ég samningnum lýkur mun ég skoða hvort það séu einhverjir möguleikar að gera eitthvað annað.

„Mér hefur liðið vel í Færeyjum og fjölskyldunni líka, það er fínt að búa þar."


HB spilar bikarúrslitaleik eftir tvær vikur en er ekki í titilbaráttunni, þrátt fyrir að hafa rakað inn 41 stigi eftir 21 umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner