Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 06. september 2019 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-kvenna: Þróttur meistari eftir góðan sigur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 2 - 0 FH
1-0 Linda Líf Boama ('4)
2-0 Lauren Wade ('9)

Linda Líf Boama og Lauren Wade afgreiddu FH á fyrstu tíu mínútum leiksins er Þróttur R. innsiglaði titilinn í Inkasso-deild kvenna.

Lauren lagði upp fyrir Lindu á fjórðu mínútu og endurlaunaði Linda greiðann skömmu síðar.

Þróttur stjórnaði fyrri hálfleiknum og hefði hæglega getað leitt með meira en tveimur mörkum í leikhlé.

Gestirnir vöknuðu til lífsins í fjörugum síðari hálfleik en hvorugu liði tókst að skora og verðskuldaður sigur Þróttara staðreynd. FH er öruggt í öðru sæti þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner