Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   þri 06. september 2022 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Grátlegur endir en hausinn færður á næsta leik - „Mamma fær örugglega símtal"
Icelandair
Áslaug Munda var skiljanlega svekkt með úrslitin
Áslaug Munda var skiljanlega svekkt með úrslitin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum
Úr leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra var frábær í markinu
Sandra var frábær í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var eðlilega sár og svekkt eftir 1-0 tapið fyrir Hollandi í Utrecht í kvöld, en nú fer öll einbeiting á umspilsleikinn.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

Íslenska liðið þurfti að verjast vel gegn Hollandi og gekk það ágætlega upp. Holland fékk fullt af færum til að skora í fyrri hálfleik en heppnin var ekki með þeim.

Í þeim síðari varðist íslenska liðið betur og skapaði Holland sér ekki jafn mörg færi og í þeim fyrir. Örvænting greip um sig og fyrirgjafirnar orðnar hans margar og það langt frá teig en ein þeirra heppnaðist og það á þriðju mínútu í uppbótartíma. Súrt og Áslaug Munda viðurkennir það.

„Já, algjörlega. Þetta var góð lýsing, þetta var mjög vont. Mjög mikið svekkelsi. Við vorum búnar að halda í 90 plús mínútur, mikill varnarleikur og mikil barátta og mjög svekkjandi að fá þetta mark á sig," sagði Áslaug við fjölmiðla.

Þetta var hennar erfiðasti leikur með landsliðinu til þessa.

„Erfitt, mikið hlaup og mikil barátta, en þetta var aðeins öðruvísi leikur en við erum vanar. Við vissum hvað var undir og ætluðum að vera þéttar fyrir og ekki hleypa þeim á markið. Þetta var svolítið stöngin út hjá þeim en við bara héldum áfram."

„Já, mætti segja það. Þetta var sá leikur sem var hvað mest undir og ég spila mikið."


Íslenska liðið var hátt uppi til að byrja með af spennu en þær náðu að stilla sig af og kom meiri ró í liðið þegar leið á leikinn.

„Mér fannst það en við þurftum að ná okkur niður á jörðina og vorum hátt uppi enda mikið undir. Um leið og við náðum okkur á ról og það kom talandi og hjálpsemi í liðinu þá var þetta flott."

Sif Atladóttir gaf henni góða punkta bæði fyrir leik og í hálfleik.

„Persónulega hjálpaði hún mér mikið fyrir leik og í hálfleik. Hún var að hjálpa okkur og gefa okkur smá 'tips' hvað mátti gera betur og það hjálpaði mér."

Áslaug hrósaði Söndru sérstaklega í markinu. Hún varði mörg frábær færi og var þetta hennar besti leikur í landsliðstreyjuni þó hún hafi átt frábæra leiki á Evrópumótinu. Hún verður bara betri með hverjum leiknum.

„Sandra var frábær og gerði vel í að pirra áhorfendur og leikmenn en hún átti mjög góðar vörslur og var örugg í markinu. Þetta mark var alls ekki á henni og frábært að spila með henni."

„Það var mjög svekkjandi og ég var alveg upp við það. Þetta var mjög grátlegt."


Kvöldið verður fúlt en nú er einbeitingin komin á umspilsleikinn sem fer fram í október.

„Ég verð fúl í kvöld og mamma fær örugglega símtal en held að eftir daginn í dag þýðir ekkert annað en að færa hausinn yfir á næsta leik og klára það," sagði Áslaug í lokin.
Athugasemdir
banner