„Á maður ekki að vera léttur, ljúfur og kátur," sagði Valtýr Björn Valtýson á Sporttv.is í viðtali við Fótbolta.net í Eskisehir í Tyrklandi í kvöld. Valtýr er mættur til Tyrklands til að fjalla um stórleikinn í kvöld.
„Ég vona að þetta fari vel en þetta leggst eitthvað illa í mig, ég veit ekki af hverju," sagði Valtýr.
Tyrkir verða að vinna til að eiga möguleika á að fara á HM en Ísland er ennþá í ágætis stöðu ef jafntefli verður niðurstaðan.
„Það er svolítið mikil pressa á Tyrkjunum. Ef að við komumst í 1-0 þá ættum við að vera komnir í veislu. Þá henda þeir öllu fram og þá er bara ein sending inn fyrir og við erum í gegn."
„Við verðum þá að verjast á öllum mönnum nema einum og þá gætum við hæglega farið i 2-0. Það er mjög mikilvægt að halda núllinu í fyrri hálfleik og fyrsta korterið í seinni. Þá erum við með leik."
Íslenska landsliðið flýgur beint heim eftir leik og Valtýr verður með í för. Hann vonast til að vera glaður í bragði í flugvélinni eins og hann leikur í lok viðtalsins.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























