Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   mið 06. nóvember 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Tottenham tekur mjög óvænt skref
Sandro.
Sandro.
Mynd: Getty Images
Sandro, fyrrum miðjumaður Tottenham og brasilíska landsliðsins, hefur ákveðið að taka skóna af hillunni.

Þetta eru óvænt tíðindi en það eru tvö ár síðan hann ákvað að hætta.

Það sem er óvæntara er félagið sem hann er búinn að semja við. Hann hefur nefnilega ákveðið að semja við Harborough Town sem er í sjöundu efstu deild á Englandi.

Sandro, sem er 35 ára, gæti spilað sinn fyrsta leik með félaginu gegn Reading í FA-bikarnum á laugardaginn.

Mitch Austin, stjóri Harborough, segist vera stórhissa á þessu öllu saman en það er spurning hversu marga leiki Sandro mun spila með sínu nýja liði.
Athugasemdir
banner
banner
banner