Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael spáir í Marokkó - Spánn
Mikael Nikulásson
Mikael Nikulásson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mun Eto'o hafa rétt fyrir sér?
Mun Eto'o hafa rétt fyrir sér?
Mynd: Getty Images
Í dag fara fram síðustu tveir leikirnir í 16-liða úrsltitum HM í Katar. Fyrri leikur dagsins er viðureign Marokkó og Spánar sem hefst klukkan 15:00. Marokkó vann sinn riðil en Spánn endaði í 2. sæti á eftir Japan í sínum riðli.

Seinni leikur dagsins er svo viðureign Portúgal og Sviss.

Mikael Nikulásson, einn af aðalmönnunum í Þungavigtinni og þjálfari KFA spáir í fyrri leik dagsins.

Mikael Nikulásson:

Marokkó 1 - 1 Spánn
Hér fáum við mest spennandi leik 16 liða úrslitanna sem hafa verið nokkuð fyrirsjáanleg fram að þessu. Marokkó eru bara með hörkulið og unnu erfiðasta riðil keppninnar að mínu mati meðan Spánverjar héldu því miður að þeir væru búnir að vinna mótið eftir að hafa unnið fyrsta leik 7-0 á móti arfaslöku liði Costa Rica. Eftir það hafa þeir nú lítið hrifið mig en nú er auðvitað bara nýtt mót byrjað og mögulega hrökkva þeir aftur í gang. Ætla samt að spá því að hér munum við sjá einu óvæntu úrslitin í þessum 16 liða úrslitum. Á reyndar ennþá eftir að sjá að kóngurinn Samuel Etoo muni hafa rétt fyrir sér og að Marokkó muni spila úrslitaleikinn þann 18. desember en vonin hans mun haldast á lífi á þriðjudagskvöldið eftir óvæntan sigur á Spáni sem þeir vinna í vítakeppni. Leikurinn sjálfur fer 1-1 og svo verða engin mörk skoruð í frekar rólegri framlengingu. Lokatölur eftir vítakeppni: Marokkó - Spánn 5-4.

Fótbolti.net - Jóhann Þór Hólmgrímsson

Marokkó 0 - 3 Spánn
Nú er sko fjörið byrjað. Spánverjar voru með sýningu gegn slöku liði Kosta Ríka í fyrstu umferð riðilsins. Þetta var nú alls ekki eins sannfærandi í næstu tveimur leikjum en þeir eru komnir áfram í 16-liða úrslitin þar sem þeir mæta Marokkó. Þetta er einfalt, svo ég vitni í einn af mönnum mótsins, Arnar Gunnlaugsson, Spánverjar eru með þetta 'know how' á stórmótum og komast örugglega áfram í 8-liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner