Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 10:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tók sénsinn og krækti í treyju Messi eftir þúsundasta leikinn
Eftir leikinn á laugardag
Eftir leikinn á laugardag
Mynd: Getty Images
Lionel Messi spilaði sinn þúsundasta leik á ferlinum þegar Argentína lagði Ástralíu 2-1 í 16-liða úrslitum HM á laugardag.

Messi skoraði fyrsta mark leiksins og var besti maður vallarins í leiknum.

Cameron Devlin sat allt mótið á varamannabekk ástralska liðsins, kom ekkert við sögu. Hann fer hins vegar ekki tómhentur heim því hann fékk treyjuna frá Messi eftir þúsundasta leikinn. Devlin er leikmaður Hearts í Skotlandi.

„Ég fór fyrst og huggaði strákana og tók svo í höndina á Messi. Enginn hafði sagt neitt svo ég ákvað að taka sénsinn og hann sagði mér að við myndum hittast inni. Það svo gerðist. Ég vildi að hinir strákarnir fengju fyrsta tækifærið en enginn tók það. Þá hugsaði ég af hverju ekki?" sagði Devlin sem var hissa að Messi hefði tekið við sinni treyju á móti.

„Hann veit pottþétt ekki hver ég er en hann er það fínn gæi að hann sýndi þessa virðingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner