Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 07. janúar 2020 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man Utd og Man City: Margar breytingar - Rashford fyrirliði
Rashford er fyrirliði United í kvöld.
Rashford er fyrirliði United í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það er einn leikur á dagskrá í enska boltanum í kvöld og er hann ekki af verri endanum. Manchester United og Manchester City mætast þar í nágrannaslag í undanúrslitum deildabikarsins á Old Trafford.

Man Utd vann síðustu viðureign liðanna á Etihad, 2-1, fyrir mánuði síðan, 7. desember.

Man Utd gerði markalaust jafntefli gegn Wolves í enska bikarnum síðasta laugardag. Frá þeim leik gerir Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, sex breytingar. David de Gea, Wan-Bissaka, Jones, Fred, Lingard og Rashford koma inn.

Marcus Rashford er fyrirliði United í fjarveru Ashley Young og Harry Maguire, en sá síðarnefndi er ekki einu sinni í hóp í kvöld. Meiðsli eru að hrjá hann.

Man City lagði Port Vale úr D-deild í enska bikarnum síðasta sunnudag. Frá þeim leik gerir Pep Guardiola átta breytingar. Claudio Bravo, Bernardo Silva og Ilkay Gundogan eru einu leikmennirnir sem halda sæti sínu í byrjunarliðinu.

Leikurinn hefst klukkan 20:00.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelöf, Jones, Williams, Fred, Pereira, James, Lingard, Rashford, Greenwood.
(Varamenn: Romero, Dalot, Matic, Chong, Gomes, Mata, Martial)

Byrjunarlið Man City: Bravo, Walker, Otamendi, Fernandinho, Mendy, Rodrigo, Gundogan, Mahrez, De Bruyne, Bernardo, Sterling.
(Varamenn: Ederson, Jesus, Aguero, D Silva, Cancelo, Foden, Garcia)
Athugasemdir
banner
banner
banner