Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. janúar 2020 11:13
Elvar Geir Magnússon
Tíu verstu leikmenn í sex stóru félögunum
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Shkodran Mustafi.
Shkodran Mustafi.
Mynd: Getty Images
Ian Watson á Football365 setti saman lista yfir tíu verstu leikmennina hjá sex stærstu félögum ensku úrvalsdeildarinnar.

Efstur á þeim lista er Jesse Lingard, leikmaður Manchester United. Lingard náði ekki að skora né leggja upp á árinu 2019.

Ole Gunnar Solskjær virðist hafa mikla þolinmæði gagnvart Lingard en leikmaðurinn var að ráða Mino Raiola sem umboðsmann sem þykir gefa vísbendingar um að hann viti að sú þolinmæði gæti fjarað út.

Shkodran Mustafi, varnarmaður Arsenal, er í öðru sæti á listanum. Arsenal reyndi að selja þennan þýska miðvörð í sumar en ekkert félag steig fram með nægilega gott tilboð.

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni:

1) Jesse Lingard
Solskjær talar um að enginn hlaupi meira en Lingard en það getur varla réttlætt sæti hans í liðinu.

2) Shkodran Mustafi
Það er erfitt að bæta hinn 27 ára Mustafi upp frá þessu.

3) Claudio Bravo
Pep Guardiola virðist gefa andstæðingnum mark í forskot þegar hann teflir fram Bravo í markinu.

4) Phil Jones
Jones hefur mest verið uppspretta gríns síðustu ár.

5) John Stones
Ekki hefur verið hægt að treysta á hann í vörn City og hann átti mjög slæmt 2019.

6) Eric Dier
Að margra mati veikur hlekkur í Tottenham.

7) Michy Batshuayi
Er ekki nægilega góður fyrir lið sem vill ná Meistaradeildarsæti.

8) Sead Kolasinac
Vantar upp á bæði varnar- og sóknarlega.

9) Nemanja Matic
Of hægur.

10) Serge Aurier
Of sveiflukenndur í spilamennsku sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner