„Við erum þokkalega ánægðir með þetta. við unnum þetta mót líka í fyrra og það var ekki ástæða til annars en að fara í það til að vinna það," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu eftir 2-0 sigur á Njarðvík í úrslitaleik B-deildar Fótbolta.net mótsins í kvöld en leikið var á Seltjarnarnesi.
„Þetta var langbesti leikur okkar í mótinu á móti mjög sterku Njarðvíkurliði sem var spútnik lið deildarinnar í fyrra. Rafn Markús og hans teymi gerði hrikalega flotta hluti. Við getum ekki ætlast til að það sé auðvelt að stjórna leik á móti þessu liði en okkur tókst það í dag og ég held það sé ljómandi fínt veganesti fyrir þetta erfiða verkefni sem Inkasso-deildin er fyrir þetta unga lið Gróttu."
Grótta hefur fengið til liðs við sig þrjá leikmenn frá KR, Axel Sigurðarson og Bjarka Leósson sem koma á láni og Óliver Dag Thorlacius sem lék með þeim á láni í fyrra en er alveg kominn til þeirra núna. Þá eru tveir hættir. Óskar Hrafn er ekki að leita að liðsstyrk en gæti þó styrkt liðið frekar.
„Ef það dettur frábær leikmaður í fangið á okkur sem hentar okkur þá segjum við auðvitað ekki nei. En við erum ekki að leita út um allt á markaðnum að mönnum," sagði Óskar Hrafn.
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir























