Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 07. febrúar 2023 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir Joelinton eiga framtíðina fyrir sér - „Algjör vél"
Mynd: Getty Images

Kieran Trippier leikmaður Newcastle hrósaði samherja sínum, Joelinton í hástert í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand á Youtube.


Trippier var spurður út í það hver væri erfiðastur við að eiga á æfingum.

„Joelinton, ég hef spilað með mörgum frá suður ameríku í gegnum árin og hann er alltaf 100% á æfingum. Ótrúlegur leikmaður, algjör vél. Breytingin á ferlinum hjá honum, miðað við það sem ég hef heyrt frá því fyrir yfirtökuna, hefur verið ótrúleg, þvílíkur leikmaður. Hann á framtíðina fyrir sér," sagði Trippier.

Joelinton var fenginn til Newcastle frá Hoffenheim árið 2019 til að skora mörkin en það gekk afar illa hjá honum í fremstu víglínu og hefur hann verið færður aftar og bætt leik sinn heldur betur.


Athugasemdir
banner
banner
banner