Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. mars 2021 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Spiluðum mikið, mikið verr gegn West Ham
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
„Ég vil í fyrsta lagi óska Manchester United til hamingju," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 0-2 tap gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Man City hafði unnið 21 leik í röð fyrir leikinn í dag.

„Það eru tíu leikir eftir og núna er mikilvægasti hluti tímabilsins eftir. Síðustu tíu leikirnir eru mjög mikilvægir og við byrjum næsta miðvikudag. Við munum reyna að vinna eins marga leiki og við getum til að verða meistarar."

„Við spiluðum mikið, mikið verr gegn West Ham en við gerðum í dag. Við áttum ekki skilið að vinna gegn West Ham og í dag áttum við kannski ekki skilið að tapa. Við vorum ekki góðir fyrir framan markið, framherjar okkar voru ekki stórkostlegir en slíkt gerist."

Guardiola virðist hafa verið nokkuð sáttur með frammistöðuna en City er með 11 stiga forystu á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner