Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   sun 07. apríl 2024 21:48
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Virkilega ánægður með að við brotnuðum aldrei
Jón Þór þjálfari ÍA
Jón Þór þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst leikurinn spilast nokkurnvegin eins og við áttum von á. Vals liðið auðvitað frábært fótboltalið og með virkilega öfluga einstaklinga innan liðsins og við ströggluðum á köflum í leiknum en ég var virkilega ánægður með að við brotnuðum aldrei." sagði Jón Þór Hauksson þjáfari ÍA eftir tapið gegn Val í fyrstu umferð Bestu deildarinnar árið 2024


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

„Ég var óánægður með mörkin sem við fáum á okkur. Það eru fyrirgjafir þar sem við ströggluðum aðeins með að koma boltanum almennilega frá og almennilega í burtu, við hefðum geta gert betur í þeim og síðan vantaði okkur þetta moment til að falla með okkur. Við fáum frábær færi sitt hvoru megin við hálfleikinn sem hefði verið gaman að nýta."

..Mín tilfinning er sú er að vantaði herslumuninn og ef við hefðum fengið það að þá hefði komið aukin orka og sjálfstraust í mitt lið."

Skagamenn héldu Valsmönnum lengi í 0-0 fram að fyrsta markinu og liðið brotnaði ekki eftir að hafa lent undir og Jón Þót var ánægður með varnarleik liðsins í kvöld þrátt fyrir tap. 

„Frábær varnarleikur og markvarsla í þessum leik og liðheild allan leikinn, eins og ég segi það hefði alveg getað brotnað á einhverjum köflum en mér fannst mér við aldrei líklegir til þess og ég er gríðarlega stolltur af því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér asð ofan


Athugasemdir
banner
banner