Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 07. maí 2021 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Sociedad vann tíu leikmenn Elche
Real Sociedad er í Evrópudeildarsæti með fjögurra stiga forystu á Villarreal
Real Sociedad er í Evrópudeildarsæti með fjögurra stiga forystu á Villarreal
Mynd: Getty Images
Real Sociedad 2 - 0 Elche
1-0 Aritz Elustondo ('72 )
2-0 Mikel Oyarzabal ('90 )
Rautt spjald: Raul Guti, Elche ('11)

Real Sociedad vann Elche 2-0 í spænsku deildinni í kvöld en Sociedad ætlar sér í Evrópudeildina.

Elche-menn gerðu sér erfitt fyrir í leiknum en Raul Guti var rekinn af velli á 11. mínútu.

Fyrsta mark leiksins kom þó ekki fyrr en á 72. mínútu og var þar að verki Aritz Elustondo fyrir Sociedad. Mikel Oyarzabal tryggði svo Sociedad stigin þrjú með marki í uppbótartíma.

Sociedad er í fimmta sæti deildarinnar með 56 stig, fjórum stigum meira en Villarreal.

Villarreal á þó enn möguleika á að komast í Meistaradeildina en liðið er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Manchester United og mun sigurvegarinn fá þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner