Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um að það
Orri Steinn: Þurfum einfaldlega að gera betur allir sem einn
Aron Einar: Skil strákanna eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
   sun 07. maí 2023 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
Rúnar um stöðu sína: Ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður hræðilega eins og öllum mínum leikmönnum og KR-ingum. Þetta er ekki góður dagur fyrir okkur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir niðurlægjandi tap gegn nágrönnunum í Val í Bestu deildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 5-0 sigri Valsara.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  0 KR

„Þetta er mjög slæmt tap. Við verðum að fara á æfingasvæðið og sjá hvað við getum lagað."

KR átti ágætis kafla í dag en Rúnar segir að það vanti sjálfstraust í liðið. „Við erum að koma okkur í ágætis stöður en það vantar næst síðustu eða síðustu sendinguna til að búa til dauðafæri. Þegar við loksins komumst í færi þá nýtum við það ekki. Það er kannski munurinn á liðunum, sjálfstraust Valsmanna miðað við lítið sjálfstraust okkar."

„Ég held að sjálfstraust sé eitthvað sem okkur vantar, sérstaklega eftir tapið á móti HK og aftur eftir þennan leik. Við ætluðum að reyna að koma hér út og sleppa okkur lausum, sem við gerðum í byrjun. En við náðum ekki að fylgja því eftir með því að skora og mörk breyta leikjum. Valur skoraði fyrsta markið og eftir það eigum við einn og einn kafla, en erum aldrei sérstaklega líklegir. Það vantar sjálfstraust þegar menn komast í færi og líka þegar við erum í góðum stöðum á vellinum."

„Það eru engar töfralausnir í þessu. Það er erfitt þegar þú lendir í svona ástandi eins og við erum í núna. Við skorum ekki mörk og erum að tapa leikjum. Það er ein leið, það er að mæta á æfingu á morgun og æfa vel. Við þurfum að laga fullt af hlutum," sagði Rúnar og bætt við að það væri aldrei gaman að tapa gegn Val, enn verra að tapa 5-0.

„Við erum ekki á góðum stað... við erum aðeins búnir að fá högg í andlitið en við verðum að standa upp og halda áfram."

Er Rúnar farinn að íhuga stöðu sína sem þjálfari liðsins?

„Við gerum það eftir hvern einasta leik. Við þurfum að sanna okkur í hverjum einasta leik. Þú ert hetja einn daginn og asni annan daginn. Svona er lífið í fótbolta. Það er ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu en mér finnst það auðvitað leiðinlegt sem KR-ingur og sem þjálfari liðsins að árangurinn sé ekki betri. Fólk ætlast til að við séum að standa okkur betur og ég geri mér grein fyrir því. Við skulum nú bara aðeins anda með nefinu," sagði Rúnar en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan. Næsti leikur KR er gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner