Tryggvi Sveinn Bjarnason var hetja Stjörnunnar í 3-2 sigri liðsins á Fylki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Tryggvi kom inn á sem varamaður og jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna í viðbótartíma áður en hann skoraði sigurmarkið í framlengingu.
,,Hlutverkið sem ég átti að gera var að koma inn á og reyna að redda þessu," sagði Tryggvi Sveinn þegar Fótbolti.net greip hann í spjall í miðjum fagnaðarlátum Stjörnunnar.
,,Það hefði verið draumi líkast ef ég hefði náð þrennunni en tvennan dugar. Við náðum að tryggja okkur áfram, það er það sem skiptir máli."
Stjarnan tapaði í bikarúrslitum gegn KR í fyrra en liðið er núna komið í undanúrslitin.
,,Það er algjör bónus að vera með í bikar og komast langt í honum en það er alltaf gaman að komast langt og við ætlum að reyna að vinna þetta núna. Bikarinn er þannig keppni að þú þarft að riðja öllum liðum úr keppni, sama hvort það er FH eða eitthvað 3. deildarlið."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























