Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   þri 07. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Gary Martin: Þetta var hendi
Lengjudeildin
Gary Martin átti sviðið í kvöld
Gary Martin átti sviðið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin var örlagavaldur eins og oft áður þegar ÍBV gerði góða ferð í Breiðholtið og lagði Leikni að velli á Domus Nova vellinum í kvöld en lokatölur urðu 2-4 ÍBV í vil. Gary setti þar tvö mörk undir lok leiks og ljóst að mikið verður rætt um fyrra mark Gary í leiknum sem hann skoraði augljóslega með hendi sem fór þó fram hjá dómurum leiksins.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  4 ÍBV

„Búinn á því algjörlega búinn á því. Þetta var einn erfiðasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Ég veit ekki hvort það er leikjaálaginu að kenna en ég kallaði oft á Helga hversu margar skiptingar hann ætti eftir en þvílíkur sigur sem þetta var. “
Sagði Gary um hvernig honum liði eftir leikinn.

Fyrra mark Garys í leiknum var eins og áður sagði afar vafasamt en nokkuð augljóst var að hann hafði skorað með hendi. Um þetta sagði Gary.

„Já þetta var hendi. Ég hefði ekkert kvartað ef hann hefði dæmt það af en hvað á ég að gera? Segja að þetta hafi verið hendi og láta dæma markið af? Við gerum það sem, þarf til að vinna leikinn en þetta var klár hendi en þeir sáu það ekki en á móti átti ég að fá víti í fyrri hálfleik sem var álíka augljóst en ég fékk ekki víti svo kannski jafnast þetta bara út.“

Gary leiðist ekkert að skora og er nú komin með 5 mörk í fyrstu 4 leikjum deildarinnar.

„Mitt starf er að skora mörk. En ég verð pínu pirraður því eftir að ég tók gullskóinn í fyrra fór fólk að setja pressu á mig að skora tuttugu mörk plús en kannski þarf ég að sleppa taki á því en auðvitað er ég að miða á tuttugu mörk og ég geri þá kröfu á sjálfan mig að skora helst í hverjum leik. “

Sagði Gary Martin en viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner