Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   þri 07. júlí 2020 22:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrannar Snær: Dalvík getur ekki unnið okkur
„Er aðeins fyrir utan teiginn og smellhitti boltann
Hrannar fagnar marki sínu í kvöld.
Hrannar fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hrannar Snær Magnússon var maður leiksins þegar KF lagði Dalvík/Reyni, 2-4, á Dalvíkurvelli í 4. umferð 2. deildar karla í kvöld. Hrannar lék í vinstri bakverðinum og skoraði annað mark KF í leiknum. Hrannar er fæddur árið 2001 og er því á nítjánda aldursári.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 -  4 KF

„Þetta er geggjuð tilfinning. Við elskum að spila hérna og Dalvík getur ekki unnið okkur, geggjaður sigur," sagði Hrannar í viðtali í kvöld. KF er með mikið tak á Dalvík/Reyni og hefur ekki unnið deildarleik milli liðanna síðan 2014. Getur Hrannar útskýrt hvers vegna það er?

„Ég veit það ekki alveg. Við elskum þennan nágrannaslag og mætum 100% í alla leiki á móti þeim."

„Mér fannst við stýra leiknum vel í kvöld, vorum ákveðnir í hálfleik að við ætluðum að keyra betur inn í seinni hálfleikinn og það gekk upp," sagði Hrannar en upplifun fréttaritara var á þann veg að KF hefði verið öflugra liðið eftir að Dalvík/Reynir komst yfir í fyrri hálfleik. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Hrannar var næst beðinn um að lýsa markinu sem hann skoraði.

„Held ég fái boltann frá Emi, kemst framhjá fyrsta varnarmanni, er aðeins fyrir utan teiginn og smellhitti boltann."

Hrannar var að lokum spurður út í uppáhaldsleikstöðu á vellinum, framhaldið og út í vítadómana tvo í leiknum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner