Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   þri 07. júlí 2020 22:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrannar Snær: Dalvík getur ekki unnið okkur
„Er aðeins fyrir utan teiginn og smellhitti boltann
Hrannar fagnar marki sínu í kvöld.
Hrannar fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hrannar Snær Magnússon var maður leiksins þegar KF lagði Dalvík/Reyni, 2-4, á Dalvíkurvelli í 4. umferð 2. deildar karla í kvöld. Hrannar lék í vinstri bakverðinum og skoraði annað mark KF í leiknum. Hrannar er fæddur árið 2001 og er því á nítjánda aldursári.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 -  4 KF

„Þetta er geggjuð tilfinning. Við elskum að spila hérna og Dalvík getur ekki unnið okkur, geggjaður sigur," sagði Hrannar í viðtali í kvöld. KF er með mikið tak á Dalvík/Reyni og hefur ekki unnið deildarleik milli liðanna síðan 2014. Getur Hrannar útskýrt hvers vegna það er?

„Ég veit það ekki alveg. Við elskum þennan nágrannaslag og mætum 100% í alla leiki á móti þeim."

„Mér fannst við stýra leiknum vel í kvöld, vorum ákveðnir í hálfleik að við ætluðum að keyra betur inn í seinni hálfleikinn og það gekk upp," sagði Hrannar en upplifun fréttaritara var á þann veg að KF hefði verið öflugra liðið eftir að Dalvík/Reynir komst yfir í fyrri hálfleik. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Hrannar var næst beðinn um að lýsa markinu sem hann skoraði.

„Held ég fái boltann frá Emi, kemst framhjá fyrsta varnarmanni, er aðeins fyrir utan teiginn og smellhitti boltann."

Hrannar var að lokum spurður út í uppáhaldsleikstöðu á vellinum, framhaldið og út í vítadómana tvo í leiknum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner