Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   þri 07. júlí 2020 22:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrannar Snær: Dalvík getur ekki unnið okkur
„Er aðeins fyrir utan teiginn og smellhitti boltann
Hrannar fagnar marki sínu í kvöld.
Hrannar fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hrannar Snær Magnússon var maður leiksins þegar KF lagði Dalvík/Reyni, 2-4, á Dalvíkurvelli í 4. umferð 2. deildar karla í kvöld. Hrannar lék í vinstri bakverðinum og skoraði annað mark KF í leiknum. Hrannar er fæddur árið 2001 og er því á nítjánda aldursári.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 -  4 KF

„Þetta er geggjuð tilfinning. Við elskum að spila hérna og Dalvík getur ekki unnið okkur, geggjaður sigur," sagði Hrannar í viðtali í kvöld. KF er með mikið tak á Dalvík/Reyni og hefur ekki unnið deildarleik milli liðanna síðan 2014. Getur Hrannar útskýrt hvers vegna það er?

„Ég veit það ekki alveg. Við elskum þennan nágrannaslag og mætum 100% í alla leiki á móti þeim."

„Mér fannst við stýra leiknum vel í kvöld, vorum ákveðnir í hálfleik að við ætluðum að keyra betur inn í seinni hálfleikinn og það gekk upp," sagði Hrannar en upplifun fréttaritara var á þann veg að KF hefði verið öflugra liðið eftir að Dalvík/Reynir komst yfir í fyrri hálfleik. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Hrannar var næst beðinn um að lýsa markinu sem hann skoraði.

„Held ég fái boltann frá Emi, kemst framhjá fyrsta varnarmanni, er aðeins fyrir utan teiginn og smellhitti boltann."

Hrannar var að lokum spurður út í uppáhaldsleikstöðu á vellinum, framhaldið og út í vítadómana tvo í leiknum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir