Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   þri 07. júlí 2020 22:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrannar Snær: Dalvík getur ekki unnið okkur
„Er aðeins fyrir utan teiginn og smellhitti boltann
Hrannar fagnar marki sínu í kvöld.
Hrannar fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hrannar Snær Magnússon var maður leiksins þegar KF lagði Dalvík/Reyni, 2-4, á Dalvíkurvelli í 4. umferð 2. deildar karla í kvöld. Hrannar lék í vinstri bakverðinum og skoraði annað mark KF í leiknum. Hrannar er fæddur árið 2001 og er því á nítjánda aldursári.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 -  4 KF

„Þetta er geggjuð tilfinning. Við elskum að spila hérna og Dalvík getur ekki unnið okkur, geggjaður sigur," sagði Hrannar í viðtali í kvöld. KF er með mikið tak á Dalvík/Reyni og hefur ekki unnið deildarleik milli liðanna síðan 2014. Getur Hrannar útskýrt hvers vegna það er?

„Ég veit það ekki alveg. Við elskum þennan nágrannaslag og mætum 100% í alla leiki á móti þeim."

„Mér fannst við stýra leiknum vel í kvöld, vorum ákveðnir í hálfleik að við ætluðum að keyra betur inn í seinni hálfleikinn og það gekk upp," sagði Hrannar en upplifun fréttaritara var á þann veg að KF hefði verið öflugra liðið eftir að Dalvík/Reynir komst yfir í fyrri hálfleik. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Hrannar var næst beðinn um að lýsa markinu sem hann skoraði.

„Held ég fái boltann frá Emi, kemst framhjá fyrsta varnarmanni, er aðeins fyrir utan teiginn og smellhitti boltann."

Hrannar var að lokum spurður út í uppáhaldsleikstöðu á vellinum, framhaldið og út í vítadómana tvo í leiknum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner