fim 07. júlí 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Hvernig á miðjan að vera? - Hausverkur fyrir þjálfarann
Tíu sérfræðingar svara tíu spurningum fyrir EM
Icelandair
Dagný er algjör lykilmaður.
Dagný er algjör lykilmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðjumennirnir Sara Björk og Alexandra Jóhannsdóttir.
Miðjumennirnir Sara Björk og Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea er mjög skpandi leikmaður.
Karólína Lea er mjög skpandi leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það styttist í Evrópumótið þar sem íslenska landsliðið verður í eldlínunni. Við fengum nokkra vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast landsliðinu okkar.

Við höldum áfram að birta þessar spurningar og svör sérfræðinganna við þeim. Núna er spurningin: Hvernig á miðjan að líta út í fyrsta leik?

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss
Þetta er alveg snúið. Sara er að koma til baka eftir barnsburð og þótt að hún hafi spilað vel í 90 mínútur á móti Póllandi held ég að það yrði frekar mikið fyrir hana að taka alla 3 leikina í riðlinum. Sara, Gunnhildur og Dagný eru allar svipaðir miðjumenn. En Karólína sem hefur verið frábær á miðjunni er okkar mest skapandi miðjumaður sóknarlega. Ég held að miðjan verði ekki eins í öllum leikjunum þar sem að við þurfum mismunandi áherslur í okkar leik eftir því hverjum við mætum. Ég myndi vilja sjá Dagný, Gunný og Karólínu á miðjunni í fyrsta leik. En ég held að Steini muni muni byrja með Dagný, Söru og Gunný.

Eiður Ben Eiríksson, þjálfari
Miðjan verður líklega Sara-Gunnhildur og Dagný.

Eva Björk Ben, RÚV
Sara Björk, Gunnhildur Yrsa og Dagný. Karólína Lea hefur líka spilað afar vel inni á miðjusvæðinu.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður
Dagný, Gunný og Sara.

Helena Ólafsdóttir, fyrrum landsliðsþjálfari
Ég tel á Þorsteinn Halldórsson hafi kynnt miðjuna fyrir okkur þegar hann stillti upp í byrjunar lið sitt í æfingaleiknum gegn Póllandi. Dagný, Gunnhildur og Sara verða þarna. Mögulega breytir hann eitthvað milli leikja og þá helst setur hann Karólínu Leu fremst á miðjuna. Það getur svo margt komið upp. Jafnvel stillir hann ekki alltaf eins upp og miðar kannski við mótherjana hverju sinni.

Ingunn Haraldsdóttir, KR
Það var eitthvað svo notalegt að sjá Söru Björk endurnýja kynnin við Gunnhildi Yrsu og Dagnýju á miðjunni í síðasta leik. Ég held að Sara sé að fara að byrja fyrsta leik í móti og þá kemur kannski lítið annað til greina en þessi miðja. Karólína Lea hefur hins vegar sýnt þvílík gæði í tíunni fram yfir aðra leikmenn. Ég ætla að giska á að Steini eigi það inni í næstu leikjum, sérstaklega ef Sara þarf hvíld. Svo ef við verðum í vandræðum með hægri bakvarðarstöðuna væri vel hægt að nýta Gunnhildi þar og Karó fremst á miðju.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Sara, Gunnhildur og Dagný.

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar
Ég tel að það eigi að vera Sara, Gunnhildur og Dagný.

Orri Rafn Sigurðarson, fréttamaður
Ég fæ líklegast mikið hatur fyrir þetta svar, en Gunnhildur, Karólína og Dagný ættu að byrja á miðsvæðinu í fyrsta leik. Ég er ekki viss um hversu klár Sara er fyrir alvöru mótsleik eða hvernig leikformið er. Það var hins vegar geggjað að sjá hana taka 90 á móti Póllandi. Mér hins vegar finnst þessi þriggja kvenna miðja vera sú sem á að byrja fyrsta leik. Það er svo mikill kraftur í Karólínu sem að nýtist okkur í holunni eða í áttu stöðunni. Ef Sara er alveg klár og kemur inn þá færi ég Gunnhildi í hægri bak.

Sandra María Jessen, Þór/KA
Ef ég væri Steini myndi ég stilla upp Gunnhildi, Dagný og Söru Björk. Mikil reynsla í þeim öllum sem og gæði, leiðtogahæfileikar og þessi íslenski sigurvilji.

Sjá einnig:
Hvaða þrír leikmenn eru mikilvægastir í okkar liði?
Hver er líklegust til að svindla í spilum?
Hefur þú trú á Steina sem landsliðsþjálfara?
Hverjar færu með á eyðieyjuna?
Hvaða erlenda leikmann værir þú til í að sjá í íslenska liðinu?
Hver á að byrja í níunni

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner