Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 07. júlí 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luka Kostic tekur til starfa hjá Fjölni
Björn og Luka.
Björn og Luka.
Mynd: Fjölnir
Þjálfarinn reynslumikli, Luka Kostic, er mættur til starfa hjá Fjölni í Grafarvogi. Luka mun taka til starfa sem yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu ásamt Birni Breiðfjörð Valdimarssyni.

„Luka og Björn munu saman hafa yfirumsjón með þjálfun, afreksþjálfun og tækniþjálfun, sem kynnt verður betur á komandi vetri, karla og kvenna í 8.-2. flokkum félagsins. Þannig er stuðlað að auknu jafnrétti á milli kynja og sama krafa um gæði og markmið æfinga hjá karla- og kvennaflokkum. Í samvinnu við frábært þjálfarateymi Fjölnis er markmiðið að byggja enn frekar upp félagið, iðkendur og liðsheild," segir í tilkynningu Fjölnis.

Luka kom hingað fyrst til lands sem leikmaður og hefur hann mikla reynslu úr þjálfun. Luka hefur þjálfað U-16, U-17 og U-21 landslið karla, meistaraflokka Grindavíkur, Hauka, Þórs, KR og Víkings og yngri flokka KR og Hauka auk þess að hafa boðið upp á einstaklingsþjálfun sem fjöldi núverandi og fyrrverandi atvinnumanna og -kvenna hafa nýtt sér.

Björn er uppalinn leikmaður hjá Gróttu og spilaði sjálfur upp alla flokka í því félagi. Björn er með A þjálfaragráðu UEFA og þrátt fyrir fyrir ungan aldur hefur hann mikla reynslu sem þjálfari og hefur meðal annars starfað sem yfirþjálfari hjá yngri flokkum Gróttu og þjálfað alla flokka í því félagi að meistaraflokki undanskildum. Hjá Fjölni hefur Björn þjálfað 3., 4. og 6. flokk karla.

„Við bjóðum Luka hjartanlega velkominn í Fjölni og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með Birni. Jafnframt þökkum við Arngrími Jóhanni Ingimundarsyni, fráfarandi yfirþjálfara samstarfið og fyrir frábærlega vel unnin störf," segir í tilkynningu Fjölnis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner