Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 07. júlí 2022 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sheffield fær Doyle frá City og miðvörð frá Malmö (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Sheffield United er að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök í Championship deildinni.


Liðinu mistókst að komast aftur upp í úrvalsdeildina en það mátti litlu muna. Sheffield komst í umspilið og tapaði þar fyrir Nottingham Forest í vítaspyrnukeppni. 

Núna er Tommy Doyle kominn á eins árs lánssamningi frá Manchester City. Doyle er tvítugur miðjumaður sem lék á láni hjá Hamburger SV og Cardiff City á síðustu leiktíð.

Hann fékk ekki mikið af tækifærum í þýsku B-deildinni en komst í liðið hjá Cardiff og stóð sig með prýði.

Þá er bosníski miðvörðurinn Abel Ahmedhodzic kominn frá Malmö fyrir óuppgefna upphæð sem Sky Sports telur vera 3 milljónir punda. Við þá tölu geta bæst við tvær milljónir í árangurstengdum greiðslum.

Ahmedhodzic er fastamaður í landsliði Bosníu og gerði góða hluti á láni hjá Bordeaux á síðustu leiktíð.

Bordeaux reyndi að kaupa Ahmedhodzic í sumar en gat ekki borgað jafn mikið fyrir varnarmanninn og Sheffield.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner