Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 07. ágúst 2022 14:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Gross sá um Man Utd - Frábær endurkoma Brentford
Pascal Gross
Pascal Gross
Mynd: Getty Images
Alvöru mark hjá Dewsbury-Hall
Alvöru mark hjá Dewsbury-Hall
Mynd: EPA

Erik ten Hag stýrði Manchester United í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið fékk Brighton í heimsókn.


Liðin byrjuðu á að sækja til skiptis í upphafi leiks en það var Pascal Gross sem kom Brighton yfir eftir um hálftíma leik. Hann var síðan aftur á ferðinni aðeins þremur mínútum síðar og tvöfaldaði forystu Brighton.

Það var sjötta mark Gross gegn United í búningi Brighton.

Cristiano Ronaldo byrjaði á bekknum hjá United en hann kom inná snemma í síðari hálfleik. Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum náði United að minnka muninn.

Fyrirgjöf eftir hornspyrnu og boltinn fór af Dalot og á markið, Sanchez í marki Brighton ætlaði að kýla boltann út en það fór ekki betur enn svo að boltinn fór í Alexis MacAllister og í netið, sjálfsmark.

Nær komust United menn ekki og 2-1 sigur Brighton staðreynd.

Leicester og Brentford áttust við á sama tíma á Liberty vellinum, heimavelli Leicester. Heimamenn voru marki yfir í hálfleik eftir að Timothy Castagne skoraði með skalla eftir hornspyrnu James Maddison.

Kiernan Dewsbury-Hall tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki eftir nokkrar sekúndur í síðari hálfleik.

Útlitið svart fyrir Brentford en þeir gáfust ekki upp. Ivan Toney minnkaði muninn eftir um klukkutíma leik. Pelenda Da Silva hafði komið inná rétt áður en Toney skoraði en Da Silva tryggði Brentford stig með marki undir lok leiksins.

Leicester City 2 - 2 Brentford
1-0 Timothy Castagne ('33 )
2-0 Kiernan Dewsbury-Hall ('46 )
2-1 Ivan Toney ('62 )
2-2 Joshua da Silva ('86 )

Manchester Utd 1 - 2 Brighton
0-1 Pascal Gross ('30 )
0-2 Pascal Gross ('39 )
1-2 Alexis MacAllister ('68 , sjálfsmark)


Athugasemdir
banner
banner
banner