Bikarmeistarar RB Leipzig gerðu 1-1 jafntefli við Stuttgart í fyrstu umferð þýsku deildarinnar í dag. Nýliðar Schalke töpuðu á meðan fyrir Köln, 3-1.
Schalke sýndi ágætis tilþrif í fyrri hálfleiknum geng Köln og kom Rodrigo Zalazar boltanum í net heimamanna á 10. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Það sem varð Schalke að falli er rauða spjaldið sem Dominick Drexler fékk á 35. mínútu. Í fyrstu fékk hann ekkert spjald fyrir en eftir skoðun VAR ákvað dómari leiksins að senda hann í sturtu.
Margir furðuðu sig á ákvörðuninni en hann steig á fótinn á Jonas Hector. Hann gat þó lítið tuðað yfir þessu og Schalke hélt áfram manni færri.
Luca Kilian kom Köln yfir í byrjun síðari hálfleiks áður en Florian Kainz gerði annað marki stuttu síðar. Marius Bulter minnkaði muninn um stundarfjórðungi fyrir lok leiksins og gaf Schalke von en Alexander Schwolow-, markvörður Schalke, var óheppinn að fá á sig þriðja markið á 80. mínútu.
Dejan Ljubcic skallaði þá boltanum í stöng og fór hann þaðan í bakið á Schwolow og í netið. Lokatölur 3-1 fyrir Köln.
RB Leipzig gerði þá 1-1 jafntefli við Stuttgart. Franski leikmaðurinn Christopher Nkunku gerði mark Leipzig á 8. mínútu og tók upp þráðinn þar sem frá var horfið, en hann var einn besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili og var allt í öllu í sóknarleik Leipzig.
Stuttgart jafnaði metin á 31. mínútu í gegnum Naouriou Ahamada og þar við sat. Lokatölur 1-1.
Úrslit og markaskorarar:
Koln 3 - 1 Schalke 04
1-0 Luca Kilian ('49 )
2-0 Florian Kainz ('62 )
2-1 Marius Bulter ('76 )
2-2 Alexander Schwolow ('80 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Dominick Drexler, Schalke 04 ('35)
Stuttgart 1 - 1 RB Leipzig
0-1 Christopher Nkunku ('8 )
1-1 Naouirou Ahamada ('31 )
Stöðutaflan
Þýskaland
Bundesliga - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Bayern | 7 | 7 | 0 | 0 | 27 | 4 | +23 | 21 |
2 | RB Leipzig | 7 | 5 | 1 | 1 | 10 | 9 | +1 | 16 |
3 | Stuttgart | 7 | 5 | 0 | 2 | 11 | 6 | +5 | 15 |
4 | Dortmund | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 6 | +7 | 14 |
5 | Leverkusen | 7 | 4 | 2 | 1 | 16 | 11 | +5 | 14 |
6 | Köln | 7 | 3 | 2 | 2 | 12 | 10 | +2 | 11 |
7 | Eintracht Frankfurt | 7 | 3 | 1 | 3 | 19 | 18 | +1 | 10 |
8 | Hoffenheim | 7 | 3 | 1 | 3 | 12 | 12 | 0 | 10 |
9 | Union Berlin | 7 | 3 | 1 | 3 | 11 | 14 | -3 | 10 |
10 | Freiburg | 7 | 2 | 3 | 2 | 11 | 11 | 0 | 9 |
11 | Hamburger | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 | 10 | -3 | 8 |
12 | Werder | 7 | 2 | 2 | 3 | 11 | 16 | -5 | 8 |
13 | Augsburg | 7 | 2 | 1 | 4 | 12 | 14 | -2 | 7 |
14 | St. Pauli | 7 | 2 | 1 | 4 | 8 | 12 | -4 | 7 |
15 | Wolfsburg | 7 | 1 | 2 | 4 | 8 | 13 | -5 | 5 |
16 | Mainz | 7 | 1 | 1 | 5 | 8 | 14 | -6 | 4 |
17 | Heidenheim | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 13 | -7 | 4 |
18 | Gladbach | 7 | 0 | 3 | 4 | 6 | 15 | -9 | 3 |
Athugasemdir