Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 07. ágúst 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Real vann stórleik á meðan Barca tapaði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru tveir stórleikir fram í Bandaríkjunum í nótt þar sem spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona spiluðu við Chelsea og AC Milan.

Öll þessi félög eru í æfingaferð um Bandaríkin um þessar mundir og voru leikmenn lítið að gefa eftir þó að hér væri um æfingaleiki að ræða.

Brahim Díaz skoraði og lagði upp fyrir Lucas Vazquez á fyrsta hálftímanum er Real lagði Chelsea 2-1, en Noni Madueke skoraði eina mark Chelsea í tapinu.

Real var sterkari aðilinn en þó var ekki mikill munur á liðunum. Bæði félög tefldu fram sterkum byrjunarliðum þar sem Vinícius Júnior og Enzo Fernandez voru meðal byrjunarliðsmanna.

Christian Pulisic skoraði þá og lagði upp á fyrsta stundarfjórðunginum er Milan komst í tveggja marka forystu gegn Barca, en Robert Lewandowski minnkaði muninn skömmu síðar.

Pulisic lagði fyrst upp fyrir Luka Jovic og skoraði svo laglegt mark úr þröngu færi eftir undirbúning frá Rafael Leao.

Börsungar voru sterkari aðilinn eftir að hafa lent tveimur undir og komust nokkrum sinnum nálægt því að skora áður en Lewandowski jafnaði metin í síðari hálfleik.

Hvorugu liði tókst að gera sigurmark í venjulegum leiktíma, þrátt fyrir yfirburði Barcelona, og því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Milan betur 4-3 eftir að bæði lið spyrntu sex sinnum frá vítapunktinum.

Jules Koundé var meðal þeirra sem klúðruðu fyrir Barca á meðan Ismaël Bennacer og Pierre Kalulu brenndu af í liði Milan.

Real Madrid 2 - 1 Chelsea
1-0 Lucas Vazquez ('19)
2-0 Brahim Diaz ('27)
2-1 Noni Madueke ('39)

Barcelona 2 - 2 Milan
0-1 Luka Jovic ('10)
0-2 Christian Pulisic ('15)
1-2 Robert Lewandowski ('22)
2-2 Robert Lewandowski ('58)
3-4 eftir vítaspyrnukeppni
Athugasemdir
banner
banner
banner