Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 07. ágúst 2024 09:10
Fótbolti.net
Lögmaðurinn dæmir fallbaráttuslag HK og KR
Arnar Þór Stefánsson.
Arnar Þór Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir eru eftir í 17. umferð Bestu deildarinnar. Vestri tekur á móti ÍA í kvöld og á morgun er spennandi fallbaráttuslagur í Kórnum þar sem HK tekur á móti KR.

Langt er síðan bæði lið gátu fagnað sigri í deildinni og barist verður um afskaplega dýrmæt þrjú stig.

Elías Ingi Árnason dæmir leikinn á Ísafirði í kvöld og aðstoðardómarar verða Ragnar Þór Bender og Antoníus Bjarki Halldórsson. Twana Khalid Ahmed verður fjórði dómari.

Í Kórnum á morgun er það lögmaðurinn Arnar Þór Stefánsson sem dæmir leikinn. Andri Vigfússon og Patrik Freyr Guðmundsson verða aðstoðardómarar og Gunnar Freyr Róbertsson með skiltið. Eftirlitsmaður KSÍ verður svo Kristinn Jakobsson.

miðvikudagur 7. ágúst
18:00 Vestri-ÍA (Kerecisvöllurinn)

fimmtudagur 8. ágúst
19:15 HK-KR (Kórinn)

Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Hvernig fer Tyrkland - Ísland á mánudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner