Deniz Undav, framherji Brighton, er genginn til liðs við Stuttgart á ný eftir að hafa verið á láni þar í fyrra. Frá þessu greinir Florian Plettenberg, blaðamaður Sky Sports.
Líkt og fjallað var um í gær hefur Undav ekki verið sáttur með framkomu Brighton í sinn garð.
„Ég heyrði ekki neitt frá Brighton í heilt ár. Ég fékk enga virðingu á þeim tíma sem ég var í burtu frá Brighton, öllum var sama um mig," sagði Undav.
Undav talar svo um að hann vilji halda áfram í Stuttgart þar sem hann spilaði í fyrra á láni frá Brighton. Hann spilaði þar 33 leiki og skoraði 19 mörk. Hann á þrjá landsleiki fyrir þýska landsliðið og nýtur lífsins í Þýskalandi.
Framherjinn er 28 ára gamall en fer frá Brighton til Stuttgart á rúmar 30 milljónir evra. Hann mun skrifa undir samning til ársins 2027, Plettenberg greinir frá.
?????????? TURNAROUND and DONE DEAL | Deniz #Undav will join @VfB on permanent deal ??
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 7, 2024
Understand the agreement with Brighton is done. Transfer fee: €30m with possible bonus payments included.
He will sign a contract at least until 2027 as per @georgemoissidis. @_dennisbayer |… pic.twitter.com/eqzjarD4JM